Vímuefnafræðslan veldu
VELDU: Þekking og sjálfstraust í stað vímuefna
Aldur
Fræðslan hentar nemendum í 7.–10. bekk grunnskóla, unglingum í félagsmiðstöðvum og nemendum í framhaldsskólum. Efnið er sniðið sérstaklega að hverjum aldurshóp þannig að ungmenni fá fræðslu sem er viðeigandi fyrir þeirra þroskastig og aðstæður.
Markmið
markmið fræðslunnar eru að upplýsa um skaðsemi og ávanabindingu vímuefna á skýran og aðgengilegan hátt. Lögð er einnig sérstök áhersla á að styrkja sjálfsmynd ungmenna og efla hæfni þeirra til að taka upplýstar ákvarðanir í eigin lífi. Þannig er unnið að því að draga úr líkum á áhættuhegðun og auka trú ungmenna á eigin styrkleika.
Fræðsluform
Fræðslan fer fram í formi glærukynningar sem er hönnuð til að vera bæði fræðandi og hvetjandi. Lögð er rík áhersla á þátttöku ungmenna, meðal annars með opnum spurningum og umræðum. Með því fá þau tækifæri til að ræða sínar hugmyndir og spyrja spurninga.
Fræðarar
Fræðslan er sett saman og flutt af hjúkrunarfræðingum sem hafa reynslu af því að vinna með ungmennum. Þeir leggja áherslu á faglega og áhugaverða nálgun þar sem hlustað er á sjónarhorn ungmenna og þau hvött til gagnrýninnar hugsunar.
Fræðsluefni
Byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu úr starfi.
Tímalengd
Fræðslan tekur að jafnaði 50 mínútur.
Um fræðsluna
Vímuefnafræðslan ber heitið VELDU, sem vísar til þess að allir hafa val og að það skiptir máli að taka meðvitaðar ákvarðanir um hvaða stefnu við viljum taka í lífinu. Með VELDU er ungmennum gert kleift að skilja betur hættur vímuefna, finna styrkleika sína og treysta eigin getu til að velja sér heilbrigðan lífsstíl.
Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar
Fáðu tilboð í fræðslu fyrir þinn skóla
Skólafræðsla
Þú hefur óskað eftir tilboði frekari upplýsingum um fræðslu.
Við munum svara þér eins fljótt og við getum.
Takk fyrir áhugann og við hlökkum til tilvonandi samstarfs!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.