Um okkur

Heilsulausnir

Heilsulausnir var stofnað árið 2019 og býður upp á þjónustu á sviði forvarna.


Hjá heilsulausnum starfa hjúkrunarfræðingar bráðatæknir og læknir. Verktakar eru ráðnir inn í stærri verkefni. Starfsemi Heilsulausna er tvíþætt; fræðslustarf í skólum og fyrirtækjaþjónusta.


Fyrirtækið hefur vaxið umtalsvert frá stofnun þess og er stöðugt að þróa þjónustumöguleika fyrir viðskiptavini sína.


Starfsfólk Heilsulausna fer hvert á land sem er og hafa sinnt bæði skólafræðslu og fyrirtækjaþjónustu víða.


Metnaður er lagður í alla starfsemi og fer mikil vinna í undirbúning verkefna og fyrirlestragerð. Lögð er áhersla á að nota góðan búnað og er öll fræðsla og ráðgjöf unnin úr nýlegum og gagnreyndum heimildum ásamt reynslu af forvarnarstarfi og störfum innan heilbrigðiskerfisins.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

Viltu vita meira um þjónustuna okkar?

Hafa samband