Starfsfólk
Starfsfólk Heilsulausna

Stefanía
Stofnandi Heilsulausna
Um Stefaníu
Hjúkrunarfræðingur með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.
Mikil reynsla af störfum innan heilbrigðiskerfisins, bæði hérlendis og erlendis, sinnt ráðgjafaþjónustu og skrifað heilsutengdar greinar á doktor.is.
Var verkefnastjóri hjá SELMA (sérhæft teymi innan heimahjúkrunar Reykjavíkurborgar) og starfaði við heilbrigðistengdar rannsóknir hjá Þróunarmiðstöð rannsóknarverkefna.
Starfað við ráðgjöf í framhaldsskólum, hjá 1700 og við reykleysis- og nikótínteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Sat í stjórn Skjaldar (forvarnarfélag hjúkrunarfræðinema).

Andrea
Framkvæmdastjóri Heilsulausna
Um Andreu
Hjúkrunarfræðingur með yfir 15 ára starfsreynslu á spítölum landsins með áherslu á bráðaþjónustu. Einnig sinnt ráðgjafaþjónustu og störfum á heilsugæslu. Hefur sótt viðbótarmenntun hjá HÍ og setið á fjölmörgum ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum tengd heilbrigði, lýðheilsu og vellíðan ásamt því að halda þó nokkur erindi á slíkum viðburðum.
Stjórnarkona og ritari Félags kvenna í atvinnulífinu, formaður hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni, formaður góðgerðafélagsins TeamTinna ásamt því að hafa setið í stjórn FRÆ (Fræðsla og forvarnir), Kynís (Kynfræðifélag Íslands) og Skyldi (forvarnarfélag hjúkrunarfræðinema).

Laufey
Trúnaðarlæknir
Um Laufeyju
Laufey er læknir og verkefnastjóri í Umbótateymi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og veitir trúnaðarlæknisþjónustu hjá Heilsulausnum.
Laufey er með fjölbreytta reynslu innan heilbrigðiskerfisins. Hún hefur unnið við rannsóknir hjá Íslenskri Erfðagreiningu og starfað sem læknir á Heilsugæslu og ýmsum deildum á Landspítala.
Trúnaðarlæknir veitir ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda- og slysatilfellum sem og ráðgjöf tengt heilsuvernd og endurhæfingu.

Linda Björk
Hjúkrunarfræðingur
Um Lindu Björk
Hjúkrunarfræðingur og löggildur skyndihjálparkennari með kennsluréttindi frá Rauða krossinum.
Linda hefur kennt skyndihjálp síðast liðin 15 ár og er með yfir 20 ára reynslu sem hjúkrunarfræðingur á legu og bráðadeildum Landspítalans.

Einar
Skyndihjálparkennari
Um Einar
Löggildur skyndihjálparkennari með kennsluréttindi frá Rauða krossi Íslands.
Með yfir 20 ára reynslu í sjúkraflutningum og útskrifaður bráðatæknir (paramedic) frá Pittsburgh Háskóla.
Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar
Viltu vita meira um þjónustuna okkar?
Hafa samband
Takk fyrir að senda okkur skilaboð, við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.