Starfsfólk

Starfsfólk Heilsulausna

Woman with blonde hair smiles, wearing a black turtleneck and tan blazer against a gray background.

Stefanía

Stofnandi Heilsulausna

  • Um Stefaníu

    Hjúkrunarfræðingur með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.


    Mikil reynsla af störfum innan heilbrigðiskerfisins, bæði hérlendis og erlendis, sinnt ráðgjafaþjónustu og skrifað heilsutengdar greinar á doktor.is. 


    Var verkefnastjóri hjá SELMA (sérhæft teymi innan heimahjúkrunar Reykjavíkurborgar) og starfaði við heilbrigðistengdar rannsóknir hjá Þróunarmiðstöð rannsóknarverkefna.


    Starfað við ráðgjöf í framhaldsskólum, hjá 1700 og við reykleysis- og nikótínteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 


    Sat í stjórn Skjaldar (forvarnarfélag hjúkrunarfræðinema). 

Woman with long brown hair smiles, wearing tan top, against a white backdrop.

Andrea

Framkvæmdastjóri Heilsulausna

  • Um Andreu

    Hjúkrunarfræðingur með yfir 15 ára starfsreynslu á spítölum landsins með áherslu á bráðaþjónustu. Einnig sinnt ráðgjafaþjónustu og störfum á heilsugæslu. Hefur sótt viðbótarmenntun hjá HÍ og setið á fjölmörgum ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum tengd heilbrigði, lýðheilsu og vellíðan ásamt því að halda þó nokkur erindi á slíkum viðburðum.


    Stjórnarkona og ritari Félags kvenna í atvinnulífinu, formaður hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni, formaður góðgerðafélagsins TeamTinna ásamt því að hafa setið í stjórn FRÆ (Fræðsla og forvarnir), Kynís (Kynfræðifélag Íslands) og Skyldi (forvarnarfélag hjúkrunarfræðinema).

Woman with red hair in a ponytail smiles, wearing a blue sweater, in front of a white wall.

Laufey

Trúnaðarlæknir

  • Um Laufeyju

    Laufey er læknir og verkefnastjóri í Umbótateymi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og veitir trúnaðarlæknisþjónustu hjá Heilsulausnum. 


    Laufey er með fjölbreytta reynslu innan heilbrigðiskerfisins. Hún hefur unnið við rannsóknir hjá Íslenskri Erfðagreiningu og starfað sem læknir á Heilsugæslu og ýmsum deildum á Landspítala.


    Trúnaðarlæknir veitir ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda- og slysatilfellum sem og ráðgjöf tengt heilsuvernd og endurhæfingu.

Woman in a car smiling, with blonde hair, wearing earrings and a patterned top.

Linda Björk

Hjúkrunarfræðingur

  • Um Lindu Björk

    Hjúkrunarfræðingur og löggildur skyndihjálparkennari með kennsluréttindi frá Rauða krossinum. 


    Linda hefur kennt skyndihjálp síðast liðin 15 ár og er með yfir 20 ára reynslu sem hjúkrunarfræðingur á legu og bráðadeildum Landspítalans.   

Man with short brown hair in a navy blue shirt against a gray background.

Einar

Skyndihjálparkennari

  • Um Einar

    Löggildur skyndihjálparkennari með kennsluréttindi frá Rauða krossi Íslands.


    Með yfir 20 ára reynslu í sjúkraflutningum og útskrifaður bráðatæknir (paramedic) frá Pittsburgh Háskóla. 

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

Viltu vita meira um þjónustuna okkar?

Hafa samband