Ráðgjöf
Nikótínráðgjöf
Svefnráðgjöf
Lífsstílsmóttaka
almenn ráðgjöf
Hjúkrunarfræðingar Heilsulausna hafa mikla reynslu af ráðgjöf og fræðslu um fjölbreytt málefni tengd heilsu og vellíðan. Lögð er áhersla á heildræna nálgun þar sem tekið er mið af líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu.
Hver skjólstæðingur fær einstaklingsmiðaða ráðgjöf sem byggir á þörfum hans, markmiðum og áhuga. Notast er við áhugahvetjandi samtalstækni sem hefur það að markmiði að styrkja einstaklinginn til að finna lausnir sem henta best í hans daglega lífi og stuðla að jákvæðum og varanlegum breytingum.
Ráðgjöf er í boði bæði rafrænt og á skrifstofu okkar, eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Svefn og hvíld – ráðgjöf um heilbrigðar svefnvenjur og leiðir til að bæta svefngæði.
Mataræði , hreyfing og næring – stuðningur við að taka upplýstar ákvarðanir næringarríkt mataræði. Hvatning og leiðbeiningar um hvernig bæta má hreyfingu inn í daglegt líf.
Streita og slökun – aðferðir til að takast á við streitu og bæta líðan með einföldum aðferðum.
Langvinnir sjúkdómar – fræðsla og stuðningur við að takast á við einkenni og bæta lífsgæði.
Heilsufarsmælingar - Forvarnir – ráðgjöf um heilsueflingu, mælingar og aðgerðir til að draga úr áhættuþáttum.
Markmiðið er alltaf að efla sjálfstæði og styrkleika hvers einstaklings og styðja hann til að ná betri heilsu og vellíðan.
Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar
Pantaðu ráðgjöf
Panta ráðgjöf
Beiðni móttekin!
Takk fyrir að senda okkur skilaboð, við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.