Skólafræðsla
Vímuefnafræðslan
Ljósabekkir
Svefnheilbrigði
Sjálfsmyndin
Foreldrafræðsla
Samfélagsmiðar og skjánotkun
Nikótín - er það svo hættulegt?
Orkudrykkir
ýmis fræðsla fyrir skóla
Hjúkrunarfræðingar Heilsulausna bjóða upp á ýmsa fræðslu fyrir skóla.
Allt okkar efni er samið og flutt af hjúkrunarfræðingum
Efni fyrirlestranna er unnið úr nýlegum og gagnreyndum heimildum og eru fyrirlestrarnir í stöðugri þróun í takt við nýjustu þekkingu og samfélagsvenjur hverju sinni.
Við notumst við áhugahvetjandi samtalstækni til að ýta undir áhuga einstaklingsins á að taka heilbrigðar ákvarðanir í eigin lífi frekar en að vera með boð og bönn. Í öllum okkar fyrirlestrum ræðum við um sjálfsmyndina og kennum leiðir til að byggja hana upp, þar sem sterk og góð sjálfsmynd er talin ein áhrifaríkasta forvörnin gegn allri áhættuhegðun.
Við fræðum á staðnum, í beinu streymi og á rafrænu formi þar sem hægt er stjórna áhorfi innan ákveðins tímaramma.
Við bjóðum upp á fyrirlestra í skólum, félagsmiðstöðvum, íþróttafélögum eða næstum hvar sem er.
Flest okkar fræðsluefni getum við aðlagað að aldri og þörfum hverju sinni.
Til að auka eftirfylgd og halda umræðunni gangandi bjóðum við upp á
fræðslu fyrir foreldra og forráðamenn.
Flott og þörf fræðsla
“Þetta var mjög flott og þörf fræðsla. Glærurnar voru góðar og mér fannst flestir nemendur vera alveg með á nótunum í gegnum fræðsluna.”
Kennari í Víðistaðaskóla
Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar
Fáðu tilboð í fræðslu fyrir þinn skóla
Skólafræðsla
Þú hefur óskað eftir tilboði frekari upplýsingum um fræðslu.
Við munum svara þér eins fljótt og við getum.
Takk fyrir áhugann og við hlökkum til tilvonandi samstarfs!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.