orkudrykkir
Skiljum áhrif orkudrykkja
Aldur
Fræðslan hentar nemendum í 7.–10. bekk grunnskóla, unglingum í félagsmiðstöðvum og nemendum í framhaldsskólum. Efnið er aðlagað hverjum aldurshópi þannig að það sé bæði aðgengilegt og áhugavert fyrir alla þátttakendur.
Tímalengd
Fræðslan tekur um 40 mínútur.
Oft hægt að samþætta við aðrar fræðslur eins og til dæmis fræðslu um nikótín og/eða áfengi.
Markmið
Markmið fræðslunnar er að veita ungmennum skýrar upplýsingar um áhrif orkudrykkja á líkamlega heilsu, svefn og andlega líðan. Fræðslan leggur jafnframt áherslu á að efla gagnrýna hugsun og sjálfsmynd þátttakenda, þannig að þau geti tekið upplýstar ákvarðanir. Þátttakendur fá tækifæri til að skilja hvar mörkin liggja og hversu mikil áhrif orkudrykkir geta haft á daglegt líf þeirra.
Fræðsluform
Fræðslan fer fram með glærukynningu sem er bæði fræðandi og áhugaverð, en lögð er rík áhersla á þátttöku ungmenna. Umræður, spurningar og dæmisögur gera fræðsluna lifandi og tengda raunverulegu lífi þátttakenda.
Fræðarar
Fræðslan er unnin og flutt af hjúkrunarfræðingum sem hafa þekkingu á heilsu, samskiptum og velferð ungmenna.
Fræðsluefni
Efnið byggir á nýjustu og gagnreyndu heimildum um áhrif orkudrykkja, heilsu og líðan ungmenna. Jafnframt er stuðst við reynslu hjúkrunarfræðinga úr starfi, sem gerir fræðsluna bæði raunverulega og hagnýta. Fræðslan getur meðal annars fjallað um:
- Áhrif koffíns og annarra virkra efna á líkamann og huga.
- Tengsl orkudrykkja við svefnvandamál, einbeitingu og skap.
- Áhrif langvarandi neyslu á hjarta, blóðþrýsting og orkustig.
- Ábyrg neysla og leiðir til að draga úr áhættu.
- Fræðslan gefur ungmennum tól og þekkingu til að taka upplýstar ákvarðanir, vernda heilsu sína og styrkja sjálfsmynd.
Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar
Fáðu tilboð í fræðslu fyrir þinn skóla
Skólafræðsla
Þú hefur óskað eftir tilboði frekari upplýsingum um fræðslu.
Við munum svara þér eins fljótt og við getum.
Takk fyrir áhugann og við hlökkum til tilvonandi samstarfs!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.