Sjálfsmyndin

Sjálfsmyndin – byggjum upp jákvæða og sterka sjálfsmynd


Aldur
Fræðslan hentar nemendum í 4.–7. bekk grunnskóla en er einnig hægt að aðlaga fyrir eldri hópa.


Tímalengd
Fræðslan tekur 40 mínútur.


Markmið
Markmið fræðslunnar er að styrkja sjálfsmynd ungmenna, efla sjálfsöryggi og hvetja þau til að taka ábyrgð á eigin líðan. Fræðslan leggur áherslu á að ungmenni læri að þekkja styrkleika sína, verðleika og byggja upp jákvæð viðhorf til sjálfs síns. Með þessu er stuðlað að betri andlegri líðan, aukinni sjálfsþekkingu og hæfni til að takast á við áskoranir í daglegu lífi.


Fræðsluform
Fræðslan fer fram með glærukynningu en lögð er áhersla á virka þátttöku ungmenna í formi umræðna. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða eigin reynslu, læra af öðrum og skoða hvernig hugmyndir þeirra um sjálfsmynd hafa áhrif á líðan og samskipti.


Fræðarar
Fræðslan er unnin og flutt af hjúkrunarfræðingum sem hafa reynslu af ungmennastarfi.


Fræðsluefni
Efnið byggir á nýjustu og gagnreyndu heimildum um sjálfsmynd, sjálfsöryggi og andlega heilsu. Fræðslan fjallar meðal annars um:

  • Hvað sjálfsmynd er og hvernig hún mótast.
  • Hvernig hugsanir, orð og aðgerðir hafa áhrif á sjálfsmynd.
  • Verkfæri og aðferðir til að styrkja jákvæða sjálfsmynd.
  • Skoðum sjálfstraust, líkamsvitund og líkamsvirðingu
  • Hvernig byggja má upp sjálfsöryggi í samskiptum við jafningja og í daglegu lífi.


Fræðslan veitir þátttakendum innsýn og verkfæri til að styrkja sjálfsmynd sína, efla sjálfsöryggi og byggja upp jákvæð viðhorf sem stuðla að betri líðan og vellíðan. 

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

Fáðu tilboð í fræðslu fyrir þinn skóla

Skólafræðsla