FORELDRAFRÆÐSLA
Fyrir foreldra
Við hvetjum skóla til að bjóða einnig upp á foreldra- og forráðamannafræðslu sem fylgir fræðslu fyrir nemendur. Markmiðið er að upplýsa foreldra um þau málefni sem ungmenni taka fyrir í fræðslunni og stuðla þannig að því að umræðan haldi áfram heima fyrir.
Fræðslan er boðin bæði á staðnum og rafrænt, sem gefur fjölskyldum aukið svigrúm til að velja það form sem hentar best. Okkar reynsla hefur sýnt að rafræn fræðsla eykur þátttöku þar sem foreldrar geta horft á fræðsluna hvenær sem þeim hentar, án þess að þurfa að mæta á ákveðinn tíma eða stað.
Foreldrar geta þannig:
- Valið hvenær þeir horfa á fræðsluna innan fyrirfram ákveðins tíma.
- Ýtt á pásu, spólað til baka eða horft aftur til að endurtaka efni sem þarf að skoða betur.
Við erum til staðar til að svara öllum spurningum og athugasemdum sem kunna að koma upp, hvort sem það er í gegnum tengilinn sjálfan, tölvupóst eða skilaboð á Facebook-síðu Heilsulausna. Markmiðið er að tryggja að foreldrar fái allan þann stuðning sem þeir þurfa til að styðja ungmenni í að taka upplýstar ákvarðanir og byggja upp heilbrigðar venjur heima fyrir.
Foreldrafræðslan veitir þannig mikilvæga tengingu milli skóla og heimilis, stuðlar að opnu samtali um heilsu og vellíðan og eykur líkur á að ungmenni fái stöðugan stuðning í daglegu lífi.
Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar
Fáðu tilboð í fræðslu fyrir þinn skóla
Skólafræðsla
Þú hefur óskað eftir tilboði frekari upplýsingum um fræðslu.
Við munum svara þér eins fljótt og við getum.
Takk fyrir áhugann og við hlökkum til tilvonandi samstarfs!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.