SAMFÉLAGSMIÐLAR
SAMFÉLAGSMIÐLAR OG SKJÁNOTKUN
Aldur
Fræðslan hentar nemendum í 5.–10. bekk og er aðlöguð hverjum aldurshópi þannig að efnið sé bæði viðeigandi og áhugavert.
Markmið
Fræðslan miðar að því að styðja ungmenni til að nota samfélagsmiðla og skjátæki á ábyrgan og öruggan hátt. Lögð er áhersla á að efla gagnrýna hugsun, auka skilning á áhrifum stafræns umhverfis og styrkja sjálfsmynd ungmenna þannig að þau geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin skjánotkun.
Fræðsluform
Fræðslan fer fram með glærukynningu en er jafnframt gagnvirk og hvetjandi. Áhersla er lögð á þátttöku ungmenna í formi umræðna og spurninga. Þannig fá þau tækifæri til að deila eigin reynslu og skoðunum, sem gerir fræðsluna lifandi og tengda þeirra raunveruleika.
Fræðarar
Fræðslan er unnin og flutt af hjúkrunarfræðingum sem hafa þekkingu á heilsu, samskiptum og velferð ungmenna.
Fræðsluefni
Efnið er byggt á nýjustu og gagnreyndu rannsóknum um áhrif samfélagsmiðla og skjánotkunar á heilsu, líðan og félagslega stöðu ungmenna.
Umfjöllunarefni geta meðal annars verið:
- Áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd og líðan.
- Netöryggi og ábyrg netnotkun.
- Falsfréttir, áhrifavaldar og gagnrýnin hugsun.
- Tími fyrir framan skjá og jafnvægi milli skjánotkunar og annarra daglegra athafna.
- Áhrif á svefnheilbrigði
- Leiðir til að rækta jákvæð samskipti bæði á netinu og utan þess.
Tímalengd
Fræðslan tekur 45–60 mínútur, sem jafngildir einni kennslustund í grunnskóla.
Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar
Fáðu tilboð í fræðslu fyrir þinn skóla
Skólafræðsla
Þú hefur óskað eftir tilboði frekari upplýsingum um fræðslu.
Við munum svara þér eins fljótt og við getum.
Takk fyrir áhugann og við hlökkum til tilvonandi samstarfs!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.