LJÓSABEKKIR

Ljósabekkir – áhrif og skaðsemi


Aldur
Fræðslan hentar unglingum á grunnskólastigi, í félagsmiðstöðvum og framhaldsskólum. Efnið er sniðið að aldurshópnum þannig að það sé bæði aðgengilegt og áhugavert.


Markmið
Markmið fræðslunnar er að upplýsa ungmenni um áhrif og skaðsemi ljósabekkjanotkunar. Lögð er sérstök áhersla á að veita upplýsingar sem hjálpa þátttakendum að skilja hvaða áhrif ljósabekkir geta haft á líkamlega heilsu. Jafnframt er lagt upp með að efla gagnrýna hugsun og styrkja sjálfsmynd ungmenna, svo þau geti tekið upplýstar ákvarðanir varðandi notkun ljósabekkja.


Fræðsluform
Fræðslan fer fram með glærukynningu sem er bæði fræðandi og hvetjandi. Áhersla er lögð á þátttöku ungmenna í formi umræðna, spurninga og dæmisagna. Þátttakendur fá tækifæri til að spegla eigin reynslu, ræða eigin venjur og læra af reynslu annarra, sem gerir fræðsluna lifandi og tengda daglegu lífi þeirra.


Fræðarar
Fræðslan er unnin og flutt af hjúkrunarfræðingum sem hafa reynslu af starfi með unglingum og þekkingu á heilsu og vellíðan


Fræðsluefni
Allt efni byggir á nýjustu og gagnreyndu heimildum um áhrif ljósabekkja, .


Tímalengd
Fræðslan tekur um 40 mínútur, sem hentar til dæmis vel sem ein kennslustund. 

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

Fáðu tilboð í fræðslu fyrir þinn skóla

Skólafræðsla