Svefnheilbrigði

Svefnheilbrigði – áhrif á líkamlega og andlega heilsu


Aldur

Fræðslan hentar nemendum í 4.–10. bekk grunnskóla, unglingum í félagsmiðstöðvum og framhaldsskólum. Efnið er aðlagað að hverjum aldurshópi til að tryggja að fræðslan sé bæði aðgengileg og áhugaverð fyrir alla þátttakendur.


Tímalengd
Fræðslan tekur um 30–40 mínútur.


Markmið
Markmið fræðslunnar er að veita þátttakendum skilning á mikilvægi svefns og tengslum hans við andlega og líkamlega heilsu. Lögð er áhersla á að sýna hvernig góðar svefnvenjur getur haft jákvæð áhrif á einbeitingu, skap, orku og almenna vellíðan. Jafnframt er markmiðið að þátttakendur læri að nýta einfaldar og árangursríkar leiðir til að bæta gæði svefns.


Fræðsluform
Fræðslan fer fram með glærukynningu en lögð er áhersla á þátttöku ungmenna. Umræður, spurningar og dæmisögur gera fræðsluna lifandi og tengja efnið við raunverulegt líf þátttakenda.


Fræðarar
Fræðslan er unnin og flutt af hjúkrunarfræðingum sem hafa reynslu af starfi með ungmennum og fullorðnum.


Fræðsluefni
Efnið byggir á nýjustu og gagnreyndu heimildum um svefn og áhrif hans á heilsu. Jafnframt er stuðst við reynslu hjúkrunarfræðinga úr starfi, sem gerir fræðsluna bæði raunverulega og hagnýta. Fræðslan fjallar meðal annars um:

  • Hvernig svefn hefur áhrif á líkamlega heilsu, þ.e. hjarta, ónæmiskerfi og orkustig.
  • Áhrif svefns á andlega líðan, einbeitingu og skap.
  • Ráð og aðferðir til að bæta svefnvenjur og gæði svefns án lyfja.
  • Tengsl svefns við daglega virkni, skólaárangur og félagsleg samskipti.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

Fáðu tilboð í fræðslu fyrir þinn skóla

Skólafræðsla