Vímefnafræðslan Veldu
Fræðslan veldu hefur hlotið jákvæð viðbrögð
Hjúkrunarfræðingar Heilsulausna hafa á síðustu fimm árum farið með yfir
500 vímuefnafræðslur víðs vegar um landið.
Fræðslan VELDU hefur hlotið afar jákvæð viðbrögð og er vel metin innan
skólasamfélagsins.
Veldu fjallar meðal annars um eftirfarandi þætti:
- Hvað eru vímuefni og afhverju prófa sumir?
- Fíkn sem sjúkdóm
- Áhrif vímuefna á líf, andlega og líkamlega heilsu
- Sérstök áhersla á nokkur algeng efni:
- Áfengi
- Kannabis
- Nikótín
- Orkudrykki
- Af hverju eru ungmenni í meiri áhættu?
- Hvar hægt er að leita sér aðstoðar ef einstaklingur vill hætta?
- Sjálfsmynd og leiðir til að styrkja hana
- Verndandi þættir gegn áhættuhegðun
- Mikilvægi þess að taka upplýsta ákvörðun hvað þetta varðar.
Markmið
- Að upplýsa ungmenni um skaðsemi og ávanabindingu vímuefna.
- Að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust
- Að veita þeim verkfæri til að taka meðvitaðar og upplýstar ákvarðanir og efla gagnrýna hugsun.
Upplifun skóla
Lindaskóli
Hvernig hefur VELDU verið notuð / hvaða verkefni?
Fræðslan var boðin foreldrum og forráðamönnum til að kynna það sem börn áttu von á að heyra í VELDU. Markmið var að styrkja samtal heimilis‐skóla um vímuefni.
Endurgjöf frá kennurum / skólum
Létt aðgengi og góður undirbúningur. Fræðslan var rafræn svo foreldrar gátu horft þegar þeim hentaði.
Hafnarfjarðarbær
Hvernig hefur VELDU verið notuð / hvaða verkefni?
Nemendur í 9. og 10. bekk fengu VELDU auk þess sem foreldrar voru boðaðir á fjarfræðslu um efnið.
Endurgjöf frá kennurum / skólum
Skólar hafa sagt að fræðslan nái vel til unglinganna og að nemendur hafi sýnt áhuga og spurt spurninga.
Víðistaðaskóli
Hvernig hefur VELDU verið notuð / hvaða verkefni?
Kennarar í Víðistaðaskóla hafa látið vita að fræðslan “nær vel til nemenda” – nemendur hafi verið “með á nótunum” allan tímann.
Endurgjöf frá kennurum / skólum
Fræðslan var talin mjög þörf, glærurnar góðar.
Kópavogsskóli
Hvernig hefur VELDU verið notuð / hvaða verkefni?
Nemendur voru virkir í umræðum og fræðslan tókst vel.
Endurgjöf frá kennurum / skólum
Kennari segir hana „mjög fróðlega og góða, náði vel til nemenda“ og án þess að fara í hræðsluáróður.