Nikótínráðgjöf Heilsulauna

Deila pistli

Heilsulausnir býður upp á nikótínráðgjöf fyrir einstaklinga.

Person holding a black vape, exhaling a large cloud of white vapor.

Heilsulausnir býður upp á nikótínráðgjöf fyrir einstaklinga. Ráðgjöfinni sinna

reyndir hjúkrunarfræðingar á sviði nikótín- og tóbaksráðgjafar.


Úr Æskulýðsrannsókn Íslendinga (2023-2024)

Hlutfall þeirra sem sögðust hafa reykt sl. 30 daga

18 ára og eldri 13%

18 ára og yngri 7%


Hlutfall þeirra sem sögðust hafa notað nikótínpúða sl. 30 daga

18 ára og eldri 33%

18 ára og yngri 16%


Hlutfall þeirra sem sögðust hafa notað rafrettur sl 30 daga

18 ára og eldri 33%

18 ára og yngri 23%


Ávinningur af því að hætta nikótín og/eða tóbak

  • Heilsufarslegur ávinningur: Líkamleg og andleg líðan verður betri.
  • Fjárhagslegur ávinningur: Mikill sparnaður til lengri tíma.
  • Frelsi: Þú ert ekki lengur háð/ur nikótíni og hefur fullt vald yfir eigin lífi.


Góð ráð til að hætta nikótíni

Það er mikilvægt að skipuleggja ferlið vel. Aðferðirnar geta verið mismunandi eftir einstaklingum en allir geta hætt með skipulagningu, þrautseigju og viljastyrk.


Undirbúningur

  • Skrifaðu niður ástæður þínar fyrir að hætta.
  • Veldu þér H-dag – daginn sem þú ætlar að hætta. Ef þú ert ekki tilbúin/n þann dag, hættu við fyrsta hentuga tækifæri.
  • Byrjaðu strax að skapa nikótínlaus svæði þar sem þú dvelur mest.
  • Átta þig á umfangi notkunarinnar, t.d. magn nikótíns sem þú notar daglega.


Aðferðir

  • Fyrir flesta er árangursríkast að trappa sig niður:
  • Lækka styrkleika (t.d. í nikótínpúðum).
  • Fækka skömmtum eða stykkjum á dag.
  • Minnka notkun smám saman, t.d. um 1–2 á viku.
  • Veldu ákveðinn tíma dags sem verður nikótínlaus og lengdu hann smám saman.


Bjargráð þegar löngunin kemur


  • Stunda áhugamál og/eða hreyfingu.
  • Nota sterkt mentóltyggjó eða brjóstsykur.
  • Prófa nikótínlausa púða eða önnur hjálpartæki.
  • Sumir setja jafnvel mentóltyggjó undir vör í stað púða.


Breyttar venjur

  • Finndu hvað kveikir löngunina (t.d. kaffi, áfengi, ákveðin félagsskapur).
  • Sumir tengja t.d reykingar við að vera í símanum eða t.d fara út á svalir. Settu þér markmið um að aftengja venjur sem þú tengir við að nota nikótín
  • Skiptu út nikótíni fyrir eitthvað annað:
  • Borðaðu ávexti eða grænmeti.
  • Drekktu vatn eða te.


Höndlaðu löngunina

  • Löngun varir oft aðeins 5–10 mínútur – bíddu hana af þér.
  • Fáðu þér göngutúr, gerðu öndunaræfingu eða hringdu í einhvern.
  • Hugsaðu um ástæðuna fyrir því að þú vilt hætta (t.d. heilsu, peninga, fjölskyldu).


Hugsaðu jákvætt

  • Það er eðlilegt að lenda í „bakslagi“ – ekki gefast upp, heldur reyndu aftur.
  • Hver dagur án nikótíns er sigur.
  • Hrósaðu sjálfum/sjálfri þér fyrir hvert skref.


Mundu:

  • Eftir nokkra daga batnar bragð- og lyktarskyn.
  • Eftir nokkrar vikur batnar lungnastarfsemi ( Reykingar/veip)
  • Áhættan á hjarta- og lungnasjúkdómum minnkar mikið með tímanum.


Lyfjameðferð

Sumir þurfa lyf eða nikótínstoðlyf til að hætta að reykja. Slíka meðferð er

hægt að fá í samráði við heimilislækni.


Helstu nikótíngjafar

Þetta eru vörur sem hjálpa fólki að hætta að reykja með því að gefa líkamann nikótín í minni skömmtum, án tjöru og annarra eiturefna úr tóbaki:

  • Nikótínplástrar – límdur á húð, gefur jafnan skammt af nikótíni yfir daginn.
  • Nikótíntöflur – leystast upp í munni, gefa nikótín hægt.
  • Nikótíntöflur til sogs (lozenges) – smáar töflur sem sjúgást í munninum.
  • Nikótíntyggjó – gefur nikótín þegar tyggt er.
  • Nikótíninnúð í úðaformi (spray) – úðað í munn eða nef, hröð verkun.
  • Nikótíninnöndun (inhaler/inhalator) – lítil rör eða tæki sem líkja eftir reykingu, nikótínið frásogast í munni og hálsi.


Hægt er að panta nikótínráðgjöf á heilsulausnir@heilsulausnir.is


Fleiri sinna sambærilegri ráðgjöf og er hægt að fá ráðgjöf hjá Heilsugæslunni í gegnum síma 1700 og einnig í gegnum netspjall Heilsuveru.

Woman standing at a fork in a road, hand on head; sign pointing left and right; outdoor setting.
September 23, 2025
Fræðslan veldu hefur hlotið jákvæð viðbrögð
Man in a tanning booth, turning on lights; wearing swim trunks.
September 23, 2025
Hættan er ljós
Person holding a black vape, exhaling a large cloud of white vapor.
September 23, 2025
hvað er nikótín og hætta þess