HEILSUFARSMÆLINGAR

Heilsufarsmælingar og ráðgjöf


Með mælingum á vinnstöðum er skimað fyrir algengum heilsufarskvillum sem og andlegri og líkamlegri líðan.


Að bjóða starfsmönnum upp á heilsueflingu á vinnustað hefur góð áhrif á starfsánægju og getur eflt heilsustefnu viðkomandi fyrirtækis.


Hægt er að fá 10 mín og 15 mín heilsufarsmælingar


Dæmi um mælingar

  • Blóðþrýstingur og púls
  • Kólesteról (blóðfita)
  • Blóðsykur
  • Einnar leiðslu hjartalínurit
  • Skimun á andlegri heilsu (DASS21)
  • Skimun á svefnheilsu


Starfsmenn fá niðurstöður rafrænt eða á heilsufarskorti.


Niðurstöðuskýrsla

Heilsulausnir vinnur samantektarskýrslu úr helstu niðurstöðum að loknum mælingum sé óskað eftir því. Til þess að fylgjast með almennri heilsu og líðan starfshóps. Í skýrslunni er ekki hægt að greina persónulegar upplýsingar og ekki eru gefnar upp tölulegar upplýsingar ef fjöldi starfsfólks er undir 50.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

Viltu vita meira um heilsufarsmælingar?

Heilsufarsmælingar