Fræðsla

Fræðsla/erindi


Hjúkrunarfræðingar og læknir Heilsulausna bjóða upp á að koma á vinnustaðinn með fjölbreytt fræðsluerindi sem snúa að heilsu, forvörnum og vellíðan starfsfólks. Fræðslan er hagnýt, lifandi og miðuð að raunverulegum áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir í daglegu starfi og einkalífi.


Við leggjum áherslu á sveigjanleika og bjóðum upp á mismunandi leiðir:


Staðbundin fræðsla þar sem við komum á vinnustaðinn og höldum fyrirlestra eða vinnustofur.


Fjarfræðsla í beinni sem hentar vel þegar starfsfólk er dreift á mismunandi starfsstöðvar.


Stafræn fræðsla í formi hlekks sem starfsfólk getur nálgast á ákveðnu tímabili og skoðað á sínum hraða.


Allt efni er í boði bæði á íslensku og ensku, og aðlöguð að fjölbreyttum hópum.


Við notum áhugahvetjandi samtalstækni sem eykur þátttöku, hvetur til ígrundunar og hjálpar starfsmönnum að sjá hvernig litlar breytingar geta haft stór áhrif á heilsuna.


Efnistök geta verið mjög fjölbreytt, en dæmi um vinsæl erindi eru:

  • Lífsstílssjúkdómar og forvarnir gegn þeim
  • Heilsa & vellíðan (svefn, mataræði, streita, andleg- og líkamleg vellíðan, hreyfing o.fl.)
  • Svefn og heilbrigði
  • Forvarnir og fræðsla um nikótín og/eða áfengi.


Við þróum stöðugt nýtt fræðsluefni og getum jafnframt sérsniðið efni að þörfum vinnustaðarins hvort sem um ræðir starfsdag, afmarkaðan hóp eða regluleg fræðsluverkefni yfir árið.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

Bókaðu fræðslu fyrir þinn vinnustað

Fræðsla