Svefnráðgjöf

fáðu faglega svefnráðgjöf


Átt þú í erfiðleikum með svefn? Finnst þér erfitt að sofna, vaknarðu oft upp á næturnar eða nærðu ekki endurnærandi hvíld? Svefn hefur gríðarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu, einbeitingu, skap og almenna vellíðan. Þess vegna getur verið mikilvægt að fá faglega ráðgjöf þegar svefninn bregst.


Hjúkrunarfræðingar Heilsulausna bjóða upp á svefnráðgjöf sem miðar að því að bæta gæði svefns án þess að grípa til lyfjameðferðar. Í ráðgjöfinni er farið yfir einstaklingsbundnar aðstæður og vana, og saman eru fundnar leiðir til að bæta svefngæði og stuðla að reglulegum og heilbrigðum svefni.


Við notum viðurkenndar aðferðir og áhugahvetjandi samtalstækni til að finna hvað hentar þér best. Meðal annars er hægt að skoða:


Svefnheilbrigði – daglegar venjur sem hafa áhrif á svefninn.



Rútínur og umhverfi – hvernig hægt er að skapa aðstæður sem styðja við góðan svefn.


Streitu og slökun – aðferðir til að róa hugann fyrir háttatíma.


Daglega orkunotkun – áhrif hreyfingar, mataræðis og skjátíma á svefn.


Svefnráðgjöfin hentar jafnt þeim sem hafa átt við langvarandi svefnvanda að stríða sem og þeim sem vilja fá leiðbeiningar til að bæta gæði svefns og fyrirbyggja framtíðarvandamál.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

bókaðu tíma í svefnráðgjöf

Svefnráðgjöf