Nikótínráðgjöf

Árangursrík leið til að losna við nikótín


Langar þig að hætta að reykja, veipa, nota nikótínpúða eða aðrar nikótínvörur?

Hjúkrunarfræðingar Heilsulausna bjóða upp á faglega og einstaklingsmiðaða ráðgjöf fyrir alla sem vilja minnka eða hætta nota nikótín.


Ráðgjöfin er í boði bæði í gegnum fjarfundarbúnað og á skrifstofu Heilsulausna.

Það getur verið áskorun að hætta að nota nikótín, en með réttri leiðsögn og stuðningi aukast líkurnar á árangri til muna. Í ráðgjöfinni er notast við áhugahvetjandi samtalstækni og viðurkenndar aðferðir sem hjálpa þér að finna lausnir sem henta þér best.


Foreldrar geta einnig óskað eftir ráðgjöf til þess að styðja við ungmenni sem vilja hætta að nota nikótín. Markmiðið er að veita bæði fræðslu og hagnýta verkfæri sem gera það auðveldara að takast á við félagslegar aðstæður, þrýsting frá vinum og löngun í nikótín.


Nikótínráðgjöfin getur nýst hvort sem þú ert að stíga fyrsta skrefið í átt að breytingu eða hefur áður reynt að hætta án árangurs. Með því að nýta sér stuðning fagfólks eykur þú líkurnar á að hætta til lengri tíma og bæta heilsuna.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

Fáðu hjálp við að hætta að nota nikótín

Nikótínráðgjöf