Vímuefnafræðslan VELDU

Markhópur: Hentar 7.-10. bekk í grunnskóla eða félagsmiðstöð ásamt framhaldsskólum. Sniðið að hverjum aldurshóp.

Markmið: Upplýsa um skaðsemi og ávanabindingu. Styrkja sjálfsmynd.

Fræðsluform: Glærukynning en lögð er mikil áhersla á þáttöku ungmenna.

Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.

Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi.

Tímalengd: 60 mínútur


Vímuefnafræðslan heitir VELDU sem vísar í að allir eigi val 

og það sé mikilvægt að taka ákvörðun um það hvaða stefnu maður vill taka í lífinu. 

 

Hvað er farið yfir?

  • Ekki ,,dópkynning” eða frætt um öll heimsins vímuefni heldur eru þau sett undir sama hatt og fjallað um þau sem heild

  • Af hverju prófar fólk vímuefni?

  • Fíkn sem sjúkdómur

  • Áhrif vímuefna á líf, heilsu og huga

  • Fjöllum sérstaklega um:

    • Áfengi

    • Kannabisefni

    • Nikótín

    • Orkudrykki

  • Af hverju er hættulegra að nota vímugjafa þegar maður er ungur?

  • Hverjir eru í meiri áhættu á að leitast út í vímuefnanotkun?

  • Hvert er hægt að leita ef einhver vill hætta að nota vímuefni?

  • Hvað gerir maður ef manni eru boðin vímuefni?

  • Skoðum sjálfsmyndina og aðferðir til þess að styrkja hana

  • Skoðum verndandi þætti gegn áhættuhegðun

  • Skoðum styrkleika. Gildi í lífinu og mikilvægi þess að taka afstöðu um þessi mál

Það mikilvægasta sem við viljum kenna þeim er að taka á móti upplýsingum með gagnrýnum huga og taka svo sjálf ákvörðun.

Þeirra val - Þeirra ákvörðun - Þeirra LÍF!



Umsagnir frá starfsfólki skóla:

 
Þetta var mjög flott og þörf fræðsla. Glærurnar voru góðar og mér fannst flestir nemendur vera alveg með á nótunum í gegnum fræðsluna.
— Kennari í Víðisstaðaskóla
Mjög fróðleg og góð, náði vel til nemenda. Mjög raunsæ og flott fræðsla án þess að fara í hræðsluáróðursgírinn.
— Þórunn Einarsdóttir, kennari í Kópavogsskóla
 
 
Vímuefnafræðslan VELDU er upplýsandi, gefandi og miklvæg fræðsla fyrir börn í grunnskóla. Fræðslan spannar nánast allt sem þarft er að ræða hvað varðar þann flókna veruleika sem við búum í er kemur að alls konar vímuefnum og fleira sem er ekki gott fyrir heilsu barna. Mæli með svo sannarlega með þessari fræðslu í alla skóla landsins.
— Björgvin, deildarstjóri á unglingastigi í Víðistaðaskóla