Um okkur

 
 

Heilsulausnir (Þínar heilsulausnir) var stofnað árið 2019 og býður upp á þjónustu á sviði forvarna. Það starfa einungis hjúkrunarfræðingar hjá fyrirtækinu og sinna eigendur flestum verkefnum. Verktakar eru ráðnir inn í stærri verkefni en þá er einungis valdir reynslumiklir hjúkrunarfræðingar. Starfsemi Heilsulausna er tvíþætt; fræðslustarf í skólum og fyrirtækjaþjónusta.

Fyrirtækið hefur vaxið umtalsvert frá stofnun þess og er stöðugt að þróa þjónustumöguleika fyrir viðskiptavini sína. Starfsfólk Heilsulausna fara hvert á land sem er og hafa farið í fjölmargar ferðir um landið og sinnt þar bæði skólafræðslu og fyrirtækjaþjónustu.

Mikill metnaður er lagður í starfið og fer mikil vinna í undirbúning verkefna og fyrirlestragerð. Lögð er áhersla á að nota góðan búnað og er öll fræðsla og ráðgjöf unnin úr nýlegum og gagnreyndum heimildum ásamt áralangri reynslu úr störfum innan heilbrigðiskerfisins og af forvarnarstarfi.

Eigendur Heilsulausna mæta einnig á og halda erindi á ráðstefnum og málþingjum og eru í samstarfi við Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins, FRÆ (Fræðsla og forvarnir) og Mental ráðgjöf.

 
 

Eigendur Heilsulausna

 

Stefanía Ösp Guðmundsdóttir

Stofnandi Heilsulausna, eigandi og stjórnarformaður.

Hjúkrunarfræðingur með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands ásamt því að klára markþjálfunarnám. Mikil reynsla af störfum innan heilbrigðiskerfisins, bæði hérlendis og erlendis, sinnt ráðgjafaþjónustu og heilsueflingu auk þess að skrifa heilsutengdar greinar á doktor.is. Var verkefnastjóri hjá SELMA (sérhæft teymi innan heimahjúkrunar Reykjavíkurborgar) og starfaði við heilbrigðistengdar rannsóknir hjá Þróunarmiðstöð rannsóknarverkefna.

Sat í stjórn Skjaldar (forvarnarfélag hjúkrunarfræðinema).

Andrea Ýr Jónsdóttir

Eigandi og framkvæmdastjóri Heilsulausna.

Hjúkrunarfræðingur með yfir 15 ára starfsreynslu á spítölum landsins með áherslu á bráðaþjónustu. Einnig sinnt ráðgjafaþjónustu og störfum á heilsugæslu. Hefur sótt viðbótarmenntun hjá HÍ og setið á fjölmörgum ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum tengd heilbrigði, lýðheilsu og vellíðan ásamt því að halda þó nokkur erindi á slíkum viðburðum.

Öflug í félagastarfi en er stjórnarkona og ritari Félags kvenna í atvinnulífinu, formaður hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni, formaður góðgerðafélagsins TeamTinna ásamt því að hafa setið í stjórn FRÆ (Fræðsla og forvarnir), Kynís (Kynfræðifélag Íslands) og Skyldi (forvarnarfélag hjúkrunarfræðinema).